Sunday, November 19, 2006

20. vikna

Sigurður Rúnar átti 20. vikna afmæli á laugardaginn. Við héldum svo sem ekkert upp á það, því nú er maður farinn að muna eftir þessu afmæli degi síðar. Hins vegar er þetta flott tala og synd að gleyma þessu. Annars fer að koma að öðru stórafmæli, því hann verður 5. mánaða 1. desember. Vonandi gleymum við því ekki! Annars líkar honum athyglin hérna vel. Mikið er látið með hann og finnst mikið gaman að sjá ný andlit og sérstaklega er tekið eftir hvað hann heillast af stúlkunum. Hann er nú orðinn aðaltöfarinn í bænum og við versluðum fyrir hann CHE bol á útmarkaði á 50 bath (100 kr). Tigerinn er farinn að læra mikð áf nýjum hlutum, m.a virðist sem handahreyfingar séu að verða markvissari og svo er hann farinn að velta sér mun meira og mjög stutt í að hann fari að skríða. Svo var ákveðið að leyfa honum að byrja að borða. Hann byrjaði á örlitlum barnagraut í dag og líkaði vel. Annars er MSN dottið út hjá okkur þannig að þar er ástæðan fyrir því við höfum ekki heyrt í ykkur nýlega.







































No comments: