Tuesday, November 28, 2006

Viktoría

Viktoría á afmæli í dag, 29. nóvember en hún er orðin 13. ára gömul. Því miður getur við ekki komið í afmælið, en við sendum öll kærar kveðjur heim og vonum að þetta verð skemmtileg veisla og Sigurður Rúnar Tiger biður að heilsa ykkur öllum. Annars var þessi síða stofnuð upphaflega fyrir Viktoríu og það skírir nafnið á síðunni. Síðan liðu vikur á mánuðir án þess að hún væri notuð og ég ákvað síðan að henda nokkum barnamyndum þarna inn og síðan hefur þessi síða verið notuð fyrir Tiger frænda Viktoríu. Við hlökkum til að sjá ykkur öll í desember og viljum vita hvar jólasteikin verður í ár? Annars er msn dottið út hjá okkur og kemst ekki í lag. Fáið ykkur endilega skype svo við getur talað saman í síma.







































Sunday, November 26, 2006

21. vikna

Litli gaur varð 21. vikna í gær, en þá fórum við í sumarhús sem er staðsett í risastórum þjóðgarði, sem heitir Tunga-man, en þegar maður var kominn inn fyrir hliðið á garðinum, þá þurfti maður að keyra heila 30 km til að komast á áfangastað. Þar er eitt af sumarhúsum konungsfjölskyldunnar og þar er mikið ævintýraland. m.a ganga þar fílar og úlfar lausir innan þjóðgarðs. Annars hafði ég ekki hugmynd um að þarna væru lausir fílar og úlfar þegar ég fékk mér klukkutíma hlaupa og göngutúr um svæðið. en annars stafar af þeim lítil hætta, en við heyrðum í báðum þessum skeppnum og sáum nokkur minni dýr. Við hættum við að sofa í sumarhúsinu/hótelinu þegar við sáum hvað þetta var hrátt, meira að segja á tælenskan mælikvarða. Við höfum aldrei séð eins mikið af maurum. Því sváfum við í tjaldi á pallinum, sem var alls ekki svo slæmt. Annars var þetta skrítið að vara aðeins 100 metra frá einu sumarhúsi kóngsins, en fá samt svona hrátt húsnæði, sem ekki var einu sinni boðlegt innfæddum. Ég hélt reyndar að ég hefði séð allt hérna í sveitinni, en þarna var mér í fyrsta skipti brugðið.
En umhverfið þarna var ægifagurt og um kvöldið fóru allir stóru strákarnir með lukt og Rambóhníf að skoða dýralífið í myrkrinu. Strákarnir stukku svo með hnífinn útí í vatnið og veiddu heila þrjá fiska, en skáru svo af sér blóðugurnar í leiðinni. Þarna er frekar kalt á nóttinni og gott fjallaloft. Maður verður samt að fara varðlega þarna, út af þessum skeppnum og svo leynist ýmislegt í skóginum, eins og td slöngur og blóðsugur eins og áður sagði. Maður þurfti að skoða sig mjög vel eftir að hafa gengið í blautu grasinu og ég fékk meira að segja eina á kálfann, en sem betur fer sá systir Deng hana og var hún skorinn af með stórum Rambohníf, alveg eins og í Rambo III.
Á næstneðstu myndinni má sjá sumarhús konungsins, en á neðstu er gistiskýlið sem er í rúmlega hunrað metra fjarlægð frá "konungshöllinni", en er ekki íbúðarhæft.
"SVEITASÆLA"










































Sunday, November 19, 2006

20. vikna

Sigurður Rúnar átti 20. vikna afmæli á laugardaginn. Við héldum svo sem ekkert upp á það, því nú er maður farinn að muna eftir þessu afmæli degi síðar. Hins vegar er þetta flott tala og synd að gleyma þessu. Annars fer að koma að öðru stórafmæli, því hann verður 5. mánaða 1. desember. Vonandi gleymum við því ekki! Annars líkar honum athyglin hérna vel. Mikið er látið með hann og finnst mikið gaman að sjá ný andlit og sérstaklega er tekið eftir hvað hann heillast af stúlkunum. Hann er nú orðinn aðaltöfarinn í bænum og við versluðum fyrir hann CHE bol á útmarkaði á 50 bath (100 kr). Tigerinn er farinn að læra mikð áf nýjum hlutum, m.a virðist sem handahreyfingar séu að verða markvissari og svo er hann farinn að velta sér mun meira og mjög stutt í að hann fari að skríða. Svo var ákveðið að leyfa honum að byrja að borða. Hann byrjaði á örlitlum barnagraut í dag og líkaði vel. Annars er MSN dottið út hjá okkur þannig að þar er ástæðan fyrir því við höfum ekki heyrt í ykkur nýlega.







































Saturday, November 11, 2006

19. vikna

Tigerinn varð 19. vikna í gær. Laugadagarnir eru auðvitað alltaf afmælisdagar, en hér er samt meira og minna alltaf afmæli og gaman. Í dag var honum svo fært göngugrind, sem honum finnst rosalega gaman að sitja í. Sérstaklega að skoða borðið.


























Tuesday, November 07, 2006

Sundlaugin í bakgarðinum

Til þess að komast í alvöru sólarlandastemmingu, þá hef ég þurft að keyra 20 km til að komast í sund og lyftingar. Það er ég að tala um "stórborgina" Loei. En í Wansaphung er enginn sundlaug, eins og í Vík í Mýrdal. Síðan gerist það að við finnum eiginlega sundlaug í bakgarðinum, því næstum því í göngufæri við heimili systur hennar, þar sem við höfum oftast búið er sundlaug. Eiginlega risasundlaug! Auðvitað gapti mðaur af undrun og pínulitlu svekkelsi, því maður hafði keyrt þessa 40 km oft á viku til að fá smá tilbreytingu. Svo er þarna komin líka flott íbúðarhótel á sama stað, en mér hafði ekki litist á hótelin í sveitinni. Reyndar er bara 5. mánuðir síðan þessi starfsemi hófst, þannig að skiljanlega vissi enginn okkar af þessu. Næst getur maður bara fengið sér göngutúr í sundið!
Sundlaugin í bakgarðinum

Saturday, November 04, 2006

Einbýlishúsið

Seth er kominn heim úr klaustrinu og hefur nú flutt aftur inn í húsið sitt á lóðinni sem Deng á. Þar ætlum við að byggja einbýlishúsið, en ekki er endanlega ákveðið hversu stórt við ætlum að hafa það. Þetta verður glæsilegt óðalsetur, ekkert ósvipað og systir hennar byggði ekki langt frá. Húsið á að kosta þetta frá 500.000-1.000.000 bath eða um 1-2 miljónir íslenskar. Ekki mikið fyrir fólk sem á þriggja herbergja íbúð í Reykjavík. Áhugasamir geta tekið þátt ævintýrinu með því að leggja inn á bankareikning hjá Glitni, sem er í eigu undirritaðs.
1. Heima hjá Seth I
2. Heima hjá Seth II
3. Út á vatni I
4. Út á vatni II
5. Út á vatni III
6. Út á vatni IV

Wednesday, November 01, 2006

4. mánaða í dag!

Við héldum létta afmælisveislu á óðalsterinu, en þar Nikk frændi Sigurðar Rúnars á afmæli, en Nikk er 18. ára í dag. Eins og áður sagði áttu nokkrir krakkar afmæli á Íslandi og við sendum þeim bestu kveðjur heim. Tiger fékk nokkrar afmælisgjafir m.a blöðru, Spidermangrímu og Risaeðlukút!
1. Í götunni heima
2. Í saumabúðinni
3. Ekki meira af lóðum
4. Snemma dags
5. Við tjörnina