Thursday, December 21, 2006

Heim

Ágætu vinir. Við erum núna að pakka saman og leggja í (h)ann. Komum til Íslands þann 23. des og náum vonandi í jólasteikina. kveðja, Tiger.

Wednesday, December 20, 2006

Kaldur desember

Núna er kominn þessi sá árstími, þegar það er orðið svalt á morgnana, kvöldin og á nóttinni og jafnvel kalt, en á daginn er vel heitt að vanda. Samt besti árstíminn að flestra mati.













Tuesday, December 05, 2006

22. vikna

Tigerinn varð 22. vikna á laugardaginn og þá fórum við yfir í Wangresort sem ég kalla stundum sundlaugina í bakgarðinum. Sá litli skelti sér aðeins ofaní barnasundlaugina og líkaði bara vel. Fórum mjög rólega því sundlaugin er frekar köld. En aðstaðan er frábær og með ólíkindum að það sé komin svona flott laug og sveitahótel í bakgarðinn hjá okkur.
Tiger í sundi

Friday, December 01, 2006

5. mánaða

Í dag fyrsta desember á Sigurður Rúnar fimm mánaða afmæli. Við keyptum tvær litlar kökur og skiptum þeim milli krakkana. Því miður lenti litli leikfélagi okkar Mó Bing púddelhundur heimilisins í að hlaupa fyrir bíl, en hún notaði aldrei ól, en kunni samt ekki að varast bílana. Því miður er þesii litli gleðigjafi farinn frá okkur en við þökkum fyrir þann tíma sem við höfðum með hundinum. Við sendum góðar kveðjur heim en Huginn Ási á líka afmæli í dag, en hann er fjögra mánaða og við sendum honum og ykkur öllum bestu kveðjur heim.