Saturday, September 30, 2006

Afmæli í dag og á morgun

Siggi Rúnar átti afmæli í dag, sama dag og Mallakútur var skírður og Narfi og Nanna giftu sig. Siggi varð 13. vikna í dag og samtals 100 daga gamall! Nei, mamma segir að þetta sé rangt reiknað hjá mér, sennilega 91. dags gamall, en samt, Flottur áfangi. Á morgun verðu hann 3. mánaða gamall, eða sama dag og við fljúgum útí Thai, en við verðum samferða afa Rúnari til Köben. Kveðjur til ykkar allra. Kíkið við á bloggið hjá Viktoríu! Það borgar sig andlega!


























Huginn Ási

Í Áskirkju fór fram brúðkaup og skírn í dag. Glæsileg athöfn, þar sem Mallakútur fékk nafnið Huginn Ási. Til hamingju, Narfi, Nanna og Huginn Ási.

































































Sunday, September 17, 2006

6. kíló

Siggi Rúnar Tiger náði 6. kílóa markinu í dag. Er bara að verða ekta bolla.













Monday, September 11, 2006

Sigurður Rúnar Phunagphila

Gifting og nafnagift var haldin að sið Bahaia að Kistufelli undir rótum Esju. Mjög skemmtilegur staður (mínu mati), en margir áttu erfitt með að rata, enda staðurinn óvenjulegur. Ekki gátum við heldur haldið veisluna heima í 45 fm húsnæði!







































Sunday, September 10, 2006

afmæli, skírn & brúðkaup

Gunnar átti afmæli á föstudaginn. Tiger var hins vega 10. vikna (70 daga) í gær og í dag, sunnudag er hins vegar stóri dagurinn. Þá mun guð blessa okkur öll.













Friday, September 01, 2006

Tiger á afmæli

Tiger á enn eitt afmælið í dag, því hann er orðinn 2. mánaða gamall 1. september. Narfesen litli á lika afmæli á hins vegar 1. mánaðar afmæli í dag. Skemmtileg tilviljun. Á morgun er Tiger hins vegar 9. vikna gamall. Helga Sig mætti í afmælið í kvöld. Svo eignaðist Viktoría og Benjamín litla hálfsystur í dag 1. sept. Semsagt 1. júlí, ágúst og 1. september. Rosalega skemmtileg tilviljun.